Viðhaldið
Leiðbeiningar vegna viðhalds ljósastaura
Leiðbeiningar um hvernig á að nota viðbótina Viðhaldið í Kortasjá Loftmynda til að skrá bilanir og viðhald á ljósastaurum
Vinnuferlið
Sækja þarf um aðgang að viðhaldskerfinu hjá eiganda veitunnar. Eftir að aðgangurinn hefur verið samþykktur er hægt að skoða stöðu götulýsinguna og viðhaldsverkefnin undir “Veitur” > “Lýsinga gatna og stíga”.
Hér á að hakað í “Lýsing gatna og stíga” til að sjá ljósastaurana.
Þegar kveikt hefur verið á þekjunni er hægt að sjá hvort athugasemdir hafa verið gerðar við einstaka staura og skrá þegar brugðist hefur verið við þeim. Á sama stað eru ný viðhaldsverkefni skráð inn. Ljósastaur með opna viðhaldsskráningu er sýndur á kortinu með gulu þríhyrningi.
Ef ljósastaur þarfnast ekki viðhalds eða ekki er búið að skrá á hann viðhaldsverkefni er sýndur með gulum punkti og númeri.
Á ljósastaurinn sem rauða örinn bendir á hefur verið skráð viðhaldsbeiðni sem ekki er búið að bregðast við.
Á þessari mynd er ljósastaurinn sem rauða örin bendir á ekki með opið viðhaldsverkefni .
Til að sjá viðhaldskráningu ljósastaurs er smellt á þríhyrninginn . Þá opnast gluggi og þar er smellt á hnappinn “Viðhaldssaga”.
Þá opnast viðhaldssaga viðkomandi ljósastaurs. Ef ekkert viðhald er skráð á staurinn er glugginn tómur.
Hér er ekkert viðhaldsverkefni skráð.
Ef einhverntíman hefur verið skráð viðhaldverkefni á viðkomandi ljósastaur sjást þau listanum.
Til að skrá nýja viðhaldsfærslu á ljósastaur er ýtt á hnappinn “Ný færsla” í glugganum.
Þá opnast nýr gluggi þar sem hakað er í “Þarfnast viðhalds”.
Í reitinn “Athugasemd” er skráð inn það sem þarf að gera.
Hægt er að taka ljósmynda eða hlaða upp eldri mynd til að láta fylgja viðhaldsfærslunni.
Að lokum er skráningin staðfest með því að ýta á “Skrá” hnappinn.
Þegar búið er bregðst við biluninni eða viðhaldsbeiðninni er úrlausnin skráð með sama hætti nema að ekki er hakað við í “Þarfnast viðhalds”. Í athugasemd er skráð hvað var gert.