Viðhaldið

Viðhaldið er viðbót við Kortasjá Loftmynda þar sem áskrifendur geta skráð ástand eigna. Lausnin er sveigjanleg og hægt að aðlaga þörfum notenda.

Hægt er að kalla fram heildaryfirsýn á öll viðhaldsverkefni áskrifanda og einfalt að sjá hvenær var gert við hvað og hver sinnti verkefninu og fleira. Hægt er að tengja Viðhaldið við hvaða gagnaþekju sem er td. ljósastaura, veitubrunna. leikvelli o.s.frv.

Aðgengi að Viðhaldslausninni er stýrt af áskriftaraðila. Lausnin virkar í vöfrum á tölvum, spjaldtölvum og símum.

Hér sést Viðhaldslausnin ofan á kortasjá Reykjanesbæjar. Þríhyrningsmerkin tákna ljósastaura sem þarfnast viðhalds.

Hér sést Viðhaldslausnin ofan á kortasjá Reykjanesbæjar. Þríhyrningsmerkin tákna ljósastaura sem þarfnast viðhalds.